ENGLISH BELOW
——————————————————
Búum til spýtukarla með jólaþema!
Komdu í Tilbúning og búðu til pappírsbrúðu sem hoppar og skoppar þegar þú togar í strenginn. Sniðmát með jólaívafi verða á staðnum en einnig verður í boði að hanna sína eigin fígúru.
Viðburðurinn er viðeigandi fyrir fólk á öllum aldri, og við hvetjum fullorðið fólk sérstaklega til að leyfa sér að taka þátt og vera skapandi, óháð „listrænum hæfileikum“. Áhöld og efniviður verða á staðnum, en þér er velkomið að taka pennaveskið með! Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.
Viðburðurinn fer fram á jarðhæð, og það er aðgengilegt salerni nokkra metra frá. Efri hæð safnsins er aðgengileg með lyftu.
Tilbúningur fer fram á Borgarbókasafninu í Spönginni á fyrsta miðvikudegi hvers mánaðar, og á Borgarbókasafninu í Árbæ annan þriðjudag hvers mánaðar.
Viðburðurinn á heimasíðu Borgarbókasafnsins:
https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fondur/tilbuningur-spytukarlar
Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir | Sérfræðingur
✉
dmVkaXMgISBodWxkdWRvdHRpciB8IHJleWtqYXZpayAhIGlz | ✆ 411-6244
——————————————————
Let's make jumping jacks with a Christmas theme!
Come to Fabrication and create a paper puppet that jumps around when you pull its string. Templates with a yuletide theme will be available, but you may also create your own figure.
The event is appropriate for folks of all ages, and we especially encourage adults to participate and allow themselves to be creative, regardless of "artistic talents". Tools and materials will be provided, but feel free to bring your own if you like! The event is free and no sign-up is required.
The event takes place on the ground floor, and there is an accessible toilet a few meters away. The second floor of the library is accessible via an elevator.
Fabrication takes place at the Reykjavík City Library in Spöngin on the first Wednesday of every month, and at the Reykjavík City Library in Árbær on the second Tuesday of every month.
The event on Reykjavík City Library's website:
https://borgarbokasafn.is/en/event/arts-crafts/fabrication-jumping-jacks
For further information, contact:
Védís Huldudóttir | Specialist
✉
dmVkaXMgISBodWxkdWRvdHRpciB8IHJleWtqYXZpayAhIGlz | ✆ 411-6244
You may also like the following events from Borgarbókasafnið:
- This Thursday, 27th November, 04:30 pm, Lestrarhátíð | Teiknismiðja og sögustund með Obbuló í Kósímó in Reykjavík
- This Thursday, 27th November, 06:00 pm, Kyrrðarkvöld | Flot, hóphljóðbað og slökun in Reykjavík
- This Friday, 28th November, 04:30 pm, Lestrarhátíð | Hvítur föstudagur! Sögustund með bangsa, hvítu kakói og krakkajóga in Reykjavík
Also check out other
Arts events in Reykjavík,
Craft events in Reykjavík.